top of page
_DSF1525.jpg

SÓLGLERAUGU

polarized-sunglasses.png

ATRIÐI SEM VERT ER AÐ HAFA Í HUGA ÞEGAR KEYPT ERU SÓLGLERAUGU:

VÖRN GEGN ÚTFJÓLUBLÁUM GEISLUM

Mikilvægt er að glerin verndi augun 100% fyrir UVA og UVB geislum sólarinnar.
UV filterinn verndar augun gegn þessum geislum. Mikilvægt er að hafa í huga að dökk gleraugu sem ekki eru með UV filter eru skaðlegri fyrir augun en alls engin sólgleraugu. Ástæðan er sú að um leið og dökk gleraugu eru sett upp þá minnkar ljósmagnið sem nær til augans sem hefur þau áhrif að sjáöldur augnanna verða stór og útfjólubláir geislar fá óheftan aðgang að auganu. Aftur á móti ef þú berð engin sólgleraugu þá dragast sjáöldrin saman í birtunni og hleypa þvi færri útfjólubláu geislunum að auganum.
Sólgleraugu með CE-merki tryggir vörn gegn útfjólubláu geislunum.

PHOTOCROMIC GLER

Photocromic gler

GLER SEM SKIPTA LIT

(Photochromic gler)
Þau breyta um lit frá því að vera næstum ólituð innan dyra í að verða dökk í mikilli birtu, sterkri sól, snjóbirtu og miklum kulda.

POLAROID GLER

Þau fjarlægja speglun frá vatni, snjó og blautum vegi þar sem þau útiloka ljós frá láréttum flötum. Frábær lausn fyrir stangveiði, þá sem stunda vatnasport, skíða- og göngufólk og ökumenn.

 

 

 

Hoya lenses.jpg

BRÚN GLER

Hlýr tónn sem veitir létta vörn gegn birtu

GRÁ GLER

Kaldur tónn og varðveitir litaskyn

 

GRÆN GLER

Kaldur tónn og varðveitir litaskyn

 

GUL OG APPELSÍNUGUL GLER

Skapa hlýjan tón sem dregur fram andstæður og smáatriði.
Henta sérstaklega vel við skíðaiðkun og útivist í skertri birtu s.s. þoku eða éljum.

GRADIENT GLER

Efst er glerið dekkst og lýsist þegar neðar dregur. Hægt að fá í mörgum litum.

 

 

Sunglasses_Tints_Gradient_Rodenstock_des
bottom of page