top of page
Contact Lenses

LINSUR

LINSUR

Bóka þarf tíma í linsumátun. Þar er sjónin mæld, almenn heilsa augans skoðuð og kúrfa hornhimnunnar mæld svo ákvarða megi rétta stærð af linsum. Það er alls ekki nóg að þekkja aðeins styrkinn sinn. Líkt og með skó má linsan ekki sitja of þétt eða of laust á auganu því það getur valdið óþægindum og/eða skaðað hornhimnuna.

Bókaðu tíma í síma: 462-1015
Linsumátun kostar 15.200kr. og innifalið í því eru allar mælingar, prufulinsur, hreinsivökvi (ef um mánaðarlinsur er að ræða) og við kennum þér að meðhöndla linsurnar.

 

GÓÐ RÁÐ


Hreinlæti
Mikilvægt er að halda linsunum hreinum. Fáðu leiðbeiningar um hvaða hreinsivökvi hentar linsunum þínum. Á hverjum degi setur þú linsurnar í nýjan hreinsivökva. Nauðsynlegt er að skipta um linsuhulstur reglulega. Mundu alltaf eftir handþvotti áður en þú snertir linsurnar.

Fyrir svefninn
Ef linsurnar eru ekki ætlaðar til sólarhrings notkunar þá skal ALLTAF taka þær úr áður en þú ferð að sofa. Röng notkun getur leitt til þess að smátt og smátt myndast óþol fyrir linsunni sem lýsir sér m.a. í óþægindum þegar linsurnar eru settar á augun.

Endingartími linsunnar
Skipta skal um linsurnar eins og framleiðandinn ráðleggur. Mánaðarlinsu skal skipta um eftir 30 daga notkun. Daglinsum skal skipt út daglega o.s.frv. Röng notkun eykur hættu á sýkingu og smátt og smátt getur myndast óþol fyrir linsunum.

Farði + linsur = ekkert mál
Við mælum með að þú setjir linsurnar á þig áður en þú farðar þig og að þú fjarlægir linsurnar áður en þú þværð farðann af þér.

Í sund með linsurnar
Nota má linsur í sundi. Mælum með að nota sundgleraugu því ef þú ferð með höfuðið ofan í vatnið eykst hætta á sýkingu og að linsurnar týnist.

Notaðu linsur  og gleraugu til skiptis
Nauðsynlegt er fyrir alla linsunotendur að eiga einnig gleraugu til að hvíla augun. Ef þú notar linsurnar í vinnunni eða skólanum er tilvalið að nota gleraugun á kvöldin. Ráðlegt er að nota gleraugu á veikindatímabilum og þegar þú ert með kvef. Þetta eykur líkurnar á farsælli linsunotkun.

 

Linsuskoðun
​Ef þú upplifir óþægindi við linsunotkun skaltu taka linsurnar strax úr augunum, skola þær með þar til gerðum vökva, tryggja að þær snúi rétt og setja þær aftur á þig. Ef óþægindin eru enn til staðar þá skaltu taka linsurnar úr og koma í skoðun til okkar.

Lindcon.png
cooper vison.jpg
bottom of page