top of page
_DSF1528.jpg

GLERAUGU

FJARSÝNI

Fjarsýni (hyperopia) lýsir sér þannig að fólk á erfitt með að sjá nálæga hluti skýrt.
Þetta orsakast annað hvort af því að augað er of stutt (lítið) eða hornhimnan of flöt. Fókuspunkturinn fellur því aftan við augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum.
Með fjarsýnisglerjum (plúsgler) sem eru þykk í miðjunni og þynnri við jaðrana má færa fókusinn framar í augað.


​ALDURSBUNDIN FJARSÝNI

Aldursbundin fjarsýni (presbyopia) kemur fram hjá okkur öllum um eða upp úr fertugu. Með aldrinum harðnar augasteinninn svo að geta hans til að sjá skýrt það sem er nálægt okkur minnkar. Fyrstu merki um aldurstengda fjarsýni er þegar fólk byrjar að halda lesefni og símanum lengra frá sér en venjulega.
Með tímanum nægir þetta ráð ekki en lesgleraugu eða margskipt gleraugu leysa vandann.

MARGSKIPT GLER

Í margskiptu gleri (progressiv gler) er að finna marga styrkleika svo unnt er að sjá allar fjarlægðir skýrt ef horft er í gegnum viðeigandi hluta glersins.

Sjón.jpg

NÆRSÝNI

Nærsýni (myopia) lýsir sér þannig að fólk sér aðeins nálæga hluti skýrt.
Þetta orsakast annað hvort af því að augað er of langt (stórt) eða hornhimnan of kúpt. Fókuspunkturinn fellur því of framarlega í augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum.
Með nærsýnisglerjum (mínusgler) sem eru þynnri í miðjunni og þykkari við jaðrana má færa fókusinn aftar í augað.

SJÓNSKEKKJA

Sjónskekkja (astigmatism) lýsir sér þannig að sjónin er óskýr í hvaða fjarlægð sem er.
Þetta orsakast af því að hornhimnan er ekki kúlulaga. Fókusinn fellur því í mismunandi punktum í stað þess að lenda í einum punkti á sjónhimnunni í augnbotninum.
Með sjónskekkjuglerjum má færa fókusinn á sjónhimnuna.

VERÐSKRÁ

Sjónmæling: 9.800 kr. (fylgir þó frítt með ef keypt eru gleraugu)

Linsumátun: 19.600 kr.

Forfallagjald er rukkað ef tíminn er ekki afbókaður. Afbókanir fara fram í
síma: 462 1015 og á netfangið auglit@auglit.is

Merkin okkar

Essilor.png
prada logo.jpg
Porsche_Design_hvítt.png
Brett logo.jpg
Rodenstock_hvítt.png
mk logo.jpg
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
  • Facebook
  • Instagram
bottom of page